Er alltaf að prófa mig áfram að gera betra og betra kjúklingasalat.
Það sem ég sækist eftir í góðu kjúklingasalati er góð marenering.
Hún heppnaðist svakalega vel hjá mér í gær.
Það sem þarf:
#Kjúklingabringur
#Gott salat
#fetaostur
#góðar hnetur.
Marenering
#Hlynsýróp
#Balsamik edik
#Hvítlaukur (tveir geirar)
#Smá sætt sinnep
Kjúklingabringurnar skornar niður í bita og steiktar upp úr olíu. Ég kryddaði þær ekkert, er ekki hrifin af því. En það má setja salt og pipar. Mareningunni helt út á etir að kjúklingur er tilbúinn og látinn malla í smá stund á pönnunni.
Mjög gott..
-GL-
Já hlynsírópið er rosa gott í matargerð! Ég hafði aldrei pælt í því áður en ég gerði e-n tímann lax með pestórjómasósu og í sósunni var einmitt hlynsíróp og þetta var rosalega gott!
ReplyDelete