** RITZ KEX KJÚLLI **
Þennan rétt eldaði Halldór handa mér þegar við vorum að kynnast.
Hann sló svona rækilega í gegn og maturinn líka ;)
Mjög góður og einfaldur kjúklingaréttur.
Það sem þarf:
# Kjúklingabringur
# Kartöflur
# Ritz kex
# Mexíkanskan ost
# Rjómi
Kjúklingabringunum dýft ofan í skál af olíu og þaðan í mulið ritz kexið.
Settar í eldfast mót og inn í ofn. Stundum þarf að skera þær í tvennt ef þær eru of stórar.
Kartöflurnar skornar í sneiðar og steikt þær á pönnu.
Mexíkanski osturinn og rjóminn settir saman í pott og hrært á meðan osturinn bráðnar.
(Gott er að setja rifinn ost yfir þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúinn)
Endilega prófið þennan ef þið viljið fá eitthvað gott og sveitt að borða.
-GL-
No comments:
Post a Comment