Wednesday, February 29, 2012

INSTAGRAM Í iPHONE

   

Margir sem þekkja mig vita að ég á iPhone og er kolfallin "apple fangirl".  Ég elska símann minn og læt hann ekki frá mér.  Ég er búin að ná mér í mörg öpp í símann, sum eru keypt og önnur hef ég sótt frítt. 

Ég á þegar mörg uppáhalds öpp en það sem stendur uppi á toppnum er klárlega instagram. 


Instagram er app fyrir iPhone sem er notað til að breyta myndum og deila þeim inn á aðganginn sinn.  Hægt er að setja allskona filtera á myndirnar sínar til að fá retro útlit á þær.  Síðan er hægt að deila þeim á facebook ef maður vill.  Einnig er hægt að followa vini sína (af facebook, tengiliðum og maili.)  Hægt er að "tagga" staði og fólk inn á myndirnar líka.

Það sem mér finnst svo skemmtilegt við instagram er þegar fullt af fólki út um allan heim eru að followa mann og skoða myndirnar hjá manni og ég sömuleiðis hjá þeim.  Bæði áhugaljósmyndarar og aðrir sem eru að taka myndir af daglega lífi sínu.  

Myndir teknar með instagram

 


 
                           

             Instagram aðgangurinn minn er gudbjorglilja.  Follow me, það besta er að appið er frítt :) !!

-GL-

No comments:

Post a Comment