Friday, May 25, 2012

GADDAÆÐIÐ 2012

Það má segja að gaddar séu málið í dag.

Þetta einkenni fyrir gothara á sínum tíma er núna vinsælara en allt.

Ég vildi óska að ég ætti enn þá gaddaólarnar mínar frá því í 8 bekk.  Örugglega hægt að pikka þá af og setja á jakka eða skó.

Breyta boring peysu yfir í enn þá flottari peysu er mjög einfalt.  
Líka að setja studs á gallaefni kemur flott út.

Have a look..


Sjúkur jakki!


Hægt að breyta boring peysu yfir í töff með nokkrum studs.



Frægu JC með göddum!





Göddum okkur upp í sumar.
-GL-

Thursday, May 24, 2012

VORHREINGERNING

Nóg að gera í gær, byrjaði að að gera hina árlegu vorhreingerningu.
Alveg málið að undirbúa sumarið vel, þrífa íbúðina, bílinn og fleira.

Hef lagt það í vana minn alltaf í maí að þrífa skóna mína extra vel og bera á þá.
Losa þá við þetta "sjúskaða" útlit eftir veturinn.

Komst að því að ég á helling af skóm sem ég nota ekkert... og suma sem ég hef aldrei notað.
Það kannast ábyggilega allar stelpur við það.  Þannig maður fer kannski að selja eitthvað 
af þessum skóm sem maður á.

*** Myndir frá í gær ***

Uppáhalds götuskórnir mínir.

Bar á Hunter stígvélin mín, svo þau eru eins og ný!

Skór sem ég nota ekkert, þarf að selja þá!

Sótti hjólið mitt í hjólageymsluna, pumpaði í dekkin
og smurði keðjuna. Alveg tilbúið fyrir sumarið!
-GL-

Wednesday, May 23, 2012

WANTED - HAIRCUFFS

Ég elska að vera með hárið í tagli þessa daganna.
Rakst á svona á netinu...

Veit að þetta fæst í H&M

eeeen..
Hvar fæ ég svona á Íslandi? 









Þetta er svo smart og einfalt.
- GL-

Tuesday, May 22, 2012

SKRAUT Á SKYRTUR

Að skreyta skyrturnar sínar er mjög flott.
Virðist vera einfalt...

Langar helst í saumavél núna og prófa mig áfram að setja allskonar studs eða perlur á skyrtu kragana 
eða á endann á ermunum.. allt kemur þetta mjög vel út.










Hér er líka skemmtileg hugmynd að búa til annan kraga undir.
Netið þá sérstaklega youtube er með mörg myndbönd sem sýnir stelpur gera þetta.  Sá þetta hér myndband.

Mjög flott..

- GL-

Monday, May 21, 2012

ÚTSKRIFT Í PARADÍS

Átti yndislega helgi með mínum nánustu

Fagnaði útskrift með stæl.  Fyrst var sjálf útskriftin og svo út að borða með Halldóri á Argentínu.  Rosalega gott - hef ekki farið þangað áður.  Þjónustan og maturinn toppaði allt.

Síðan var fagnað útskriftinni með vinum og vinkonum.

Daginn eftir var svo veisla að hætti mömmu og pabba heima á Selfossi.
Var búin að gleyma því hvað garðurinn þar er sannkölluð paradís!

Takk allir fyrir komuna :) 

Veðrið var það besta - elska sumarið!!


Mætti halda að ég sé að safna útskriftarhúfum -
 búin bæði með iðnnám og stúdent.

Fékk líka svona fína förðun - takk Gunnhildur.




Með uppáhalds - sem stóð sig eins og hetja.


Með skvísunum mínum - takk stelpur fyrir frábært kvöld!
Verst að ég get eflaust ekki notað strax gula kjólinn á næstunni.... smá overdose af honum um helgina, tvo daga í röð hehe..

En hann er æði og það eru margar búnar að spyrja hvar ég fékk hann,
hann fæst í Cleopötru á Selfossi.

Mæli með að þið kíkið þangað á Elínborgu skvísu.

-GL-

Friday, May 18, 2012

DERHÚFUR AFTUR Í TÍSKU?

Rihanna hefur sést í vor með derhúfur.

Það hefur greinilega slegið í gegn því í dag er þetta farið að vera áberandi á stelpum.

Derhúfur í sumar... mér finnst þetta eitthvað flott.











-GL-