Saturday, March 31, 2012

CELEBS Á INSTAGRAM - RIHANNA

Rihanna eða Ri Ri eins og hún vill kalla sig er mætt á Instagram.

Það er gaman að fylgjast með henni og hennar lífi.

Hún er dugleg að ferðast um heiminn þegar hún á frí og hættir ekki að djamma..


**MYNDIR FRÁ HENNI**

Nýjasta myndin frá henni - Rihanna er að lita á sér hárið í dag.
 Spennandi að sjá hvernig það á eftir að koma út.


Með bestu vinkonu sinni 

Með ömmu sinni og afa sínum - krúttlegt




Rihanna í Japan 
Endilega followa hana, aðgangurinn hennar heitir badgalriri

- GL-

Thursday, March 29, 2012

SMOOTHIE MAKER - LITLA GEIMVERAN

Þessi litla geimvera mín er tær snilld 

Er byrjuð að blanda í kókosvatn, það er betra en
alltaf þetta blessaða skyr.

In action!

Voila!
 Ég var orðin svo þreytt að þurfa að blanda mér alltaf í svona blandara, 
endalaust uppvask á hverjum degi.  Auk þess að
þá tók hann svo mikið pláss.

Tækið blandar bara í eitt glas hverju sinni, sem er hentugt 
ef þú vilt taka með þér drykkinn út úr húsi.  Það fylgja glös með bæði stór og lítil.  
Fæst hér.

-GL- 

Tuesday, March 27, 2012

MYNTUGRÆNN

Myntugrænn ásamt öðrum pastellitum eru að koma inn sterkir þetta vorið.

Have a look!

Þessi er sumarlegur - langar í.


Þessi skyrta er æði.




Kjút litur, en persónulega ekki litur sem ég myndi velja mér í fatavali.
Gæti að vísu átt boli eða skyrtur í þessum lit.  En ekki jakka og buxur. 
Myntugrænn fer vel við flest alla pastelliti og dökka liti.  
Kemur mjög skemmtilega út. 
-GL-

LAX Í OFNI MEÐ HVÍTLAUKSRJÓMASÓSU

Ég elska lax, hef verið alin upp við að fá lax og silung alltaf regulega frá því
þegar ég var lítil stelpa. Þá sérstaklega yfir sumartímann þegar veiðitímabilin eru. 

Gerðum þennan um daginn tókst líka svona svakalega vel.

Laxinn steiktur á pönnu í 2 mín svo hann
nái að loka sér sítrónusafi settur yfir.
Laxinn kryddaður með kryddi, ég notaði sítrónupipar, salt og svartan pipar.
Settur í álpappír og inn í ofn í ca. 10-14 mín.
Sósan tókst vel - matreiðslurjómi, sítrónusafi og hvítlaukur.
Setti smá auka bragð með krafti
.
Mjög gott og einfalt 
-GL-

Monday, March 26, 2012

FASHION AND SKULLS

ÞAÐ MÁ ALLT ÁRIÐ 2012 Í TÍSKUNNI.

Í DAG ER ÁBERANDI UM HÖFUÐKÚPUR OG BEINABYGGINGU Á FÖTUM.

ÞETTA GETUR VERIÐ MJÖG FLOTT EN GETUR LÍKA VERIÐ FULL LANGT 

GENGIÐ,  EN HVER DÆMIR FYRIR SIG. 

ÞESSAR ERU FLOTTAR - LANGAR Í
ÞESSI ER SMART - LANGAR Í 
ALLT SEM KENZA ER Í ER FLOTT - ÞAÐ FER HENNI ALLT VEL.

-GL-

Friday, March 23, 2012

INSTAGRAM TIPS

Passar myndin stundum ekkert inn á hjá ykkur í Instagram? 
En þið viljið samt hafa hana alla inná?

Það eru svo margir sem spyrja mig hvernig þetta er gert og hitt og
þá sérstaklega hvernig myndin á að passa inn í Instagram án þess að hafa 
þessar svörtu pirrandi línur umhverfis, sem stundum vilja eyðileggja myndina.
Eitt kvöldið ákvað ég að tékka hvort það væri ekki til app sem gæti lagað þetta. 

Það er til!! :) 

Það heitir Squaready og er frítt.

Sótt hér.


Endilega sækið ykkur þetta app, það er snilld sérstaklega ef maður vill setja inn 
mynd sem á að njóta sín í heild en ekki bara einhver bútur af henni inn á.

Eigið góða helgi 


- GL-

Wednesday, March 21, 2012

MOSCHINO BELTI

ALLTOF FLOTT BELTI


Moschino beltin eru vintage style og eru frá 80's eða 90's þess vegna er ekki mikið til af þeim.

Þetta belti er timeless, dettur held ég aldrei úr tísku.

Það er enn þá verið að framleiða þau og fást þau hér. Kosta um 30 - 40 þúsund kr,  
sem er bara alltof mikið fyrir belti að mínu mati.  Á ebay og öðrum 
uppboðssíðum eru þessi vintage í umferð og eru þau mun dýrari í verði.

Endilega þær sem eiga mömmu eða frænkur sem eiga svona 
alveg möst að taka það fram og nota það.


En þangað til ég eignast eitt slíkt sjálf að þá er ágætt
að skoða bara myndir af þeim og láta sig dreyma.

**MOSCHINO**







SJÚKLEGA FLOTT BELTI

Eins og með aðrar merkjavörur að þá eru í gangi knock offs.
 Sum eru alveg flott og sum hreinlega ekki.  Það sem ég vil geta gert með þessu belti 
er að færa til stafina og það er ekki hægt á flestum af þessum feik týpum.

Síðan hef ég rekist á netvafri mínu á stelpur 
sem hafa búið til svona og það kemur merkilega vel út. 
Ég kannski blogga seinna um það.

- GL-

Tuesday, March 20, 2012

PRETTY LITTLE LIARS


Var að horfa á lokaþáttinn af seríu tvö núna.  Spennandi andskoti!  

Elska þessa þætti.. Besta við þá eru að þeir koma manni sífellt á óvart.
Maður fer að gruna alla um að hann eða sú sé þessi A person.

...og lætur mann líka hugsa í leiðinni, af hverju sú manneskja ætti 
virkilega að hafa gert svona ljóta hluti við þessar stelpur.

Þið sem hafið ekki séð þessa þætti vinsamlegast byrjið að horfa..
drama, spenna, spooky, og gleði.

Hlakka til að horfa á þriðju seríu sem byrjar strax í júní..



-GL-

Monday, March 19, 2012

IT'S ALL ABOUT DENIM

Gallaskyrtur, gallajakkar, gallakjólar...

Allt flott í dag

Rihanna skartar ósjaldan flottum gallafötum fötum í dag.

Gallajakki með studs á.

Gallaefni við svartan lit passar mjög vel saman.

Miranda Kerr í stuttum gallajakka.

Gallaskyrta við allt svart.
Rakst á þetta look á netinu um daginn.  Ótrúlega flott.
Langar í þetta pils og svona háa sokka.

Gallavesti 



Rosalega sumarlegt gallavesti.

Kenzas, tískubloggari með meiru í flottri gallaskyrtu með
leðri á eða leðurlíki á.

Þessi stelpa býr í London, er með hana á Instagram.
Hún er alltaf svo flott.  Mér finnst þetta look fara henni mjög vel.
My outfit today
Hey hvar er vorið sem var komið hér um daginn?
Langar að fá aftur þessa sól.

- GL-