Monday, April 30, 2012

WANTED - HVÍTUR BLAZER

Að eignast flottan hvítan blazer (helst smá síðan) er á óskalistanum mínum.

Þeir eru svo sumarlegir....

Væri  sjúklega mikið til í þennan. 






Hef mátað nokkra í gegnum ævina, 
en ekki enn þá fundið þann sem mig langar í. 
Efnið verður að vera flott, og þeir verða helst að vera smá aðsniðnir.. 
er frekar pikký á þetta allt saman.

-GL-

Sunday, April 29, 2012

** ÁRSHÁTÍÐ VODAFONE **

Gaman, gaman í gær 

Gat loksins liðað á mér hárið almennilega.
Blogga bráðum um krullujárnið mitt :)

Tilbúin.

Pósa í bílnum - classic.




Retro Stefson að spila 



-GL-

Friday, April 27, 2012

27.04.2012

Keypti mér LEVIS stuttbuxur í síðasta mánuði.

Fannst þær flottar í búðinni (Spútnik) þegar ég mátaði og keypti þær.  
Þegar heim var komið þá fékk ég bakþanka af hverju ég hefði verið 
að kaupa mér þær, og fannst þær ekkert það flottar lengur.

En ég ákvað að eiga þær og prófa þær aftur..

sé ekki eftir því 

því í dag þá ELSKA ég þær..


-GL-

Thursday, April 26, 2012

HATTAR Í SUMAR

... Það er bara eitthvað svo flott við þetta ...













-Klikkaði alveg að kaupa mér hatt í Danmörku um daginn- 
Kannski verður bætt úr því í sumar.

-GL-

Monday, April 23, 2012

GRILLAÐAR KJÚKLINGABRINGUR OG OFNBAKAÐ GRÆNMETI

*** Grillaðar kjúklingabringur og ofnbakað grænmeti og kartöflur ***

Kvöldmaturinn í gær var rosalega góður.
Átti kjúklingabringur inn í ísskáp og fullt af grænmeti.  
Ákvað að gera eitthvað gott úr því og það tókst svona svakalega vel :)




Það sem þarf: 

#Kjúklingabringur
#sætar karftöflur
# venjulegar kartöflur
# laukur (rauður eða venjulegur)
#sveppir
#annað grænmeti
#matreiðslurjómi
# góður ostur fyrir sósuna (ég notaði Jalapeno ost sem ég átti)
#2 hvítlauksgeirar
#kókosolía
#gott salat

Grilluðum kjúklingabringur á fallega litla grillinu okkar.
Skar kartöflurnar, sveppina, og laukinn í stóra bita (munnbita) og raðaði í eldfast mót. Það má setja annað grænmeti með eins og ég átti papriku sem ég setti með.  Hvítlauksgeirarnir skornir smátt og settir í skál með olíu og vatni í.  Það má líka bæta við smá kanil í teskeið (ekki of mikið) og setja út í ég gerði það og það var rosalega gott.  Síðan er þessu penslað vel á grænmetið.  Hitað í ofninum í 40-50 mín við 220°hita.

Sósan mjög einföld ostur bræddur saman við rjóma í potti.  Hún heppnaðist vel þrátt fyrir að ég var að testa jalapeno ost í fyrsta skiptið í sósugerð. Mæli með honum :)

-GL-

Sunday, April 22, 2012

** ÁRSHÁTIÐAR FÍNERÍ **

MIKIÐ VAR GAMAN Í GÆR

**Árshátíð hjá manninum mínum **

OUTFITTIÐ MITT - BLEIKUR JAKKI,
SVÖRT SKYRTA OG SVART PILS.


BESTA VEÐRIÐ TIL AÐ KEYRA ÚT Á LAND Í GÆR,
ELSKA ÞESSA SÓL.

HÓTEL FLÚÐIR 
PARTÝ PARTÝ

MR. HANDSOME VAR VALINN HRESSASTI STARFSMAÐUR TALS.
-GL-

Friday, April 20, 2012

KLIPPTU BOLINN ÞINN

... að klippa bolinn sinn er frekar flott ...








Allir að sækja skærin sín! 

-GL-

Thursday, April 19, 2012

*** GLEÐILEGT SUMAR ***

Sumarið er komið
svona' á það að vera
sólin leikur um mig.. la la 


 ég hlusta alltaf á þetta lag á sumardaginn fyrsta, 
kemur manni í svo réttan gír, alveg ótrúlegt!

SUMARIÐ ER TÍMINN.. 














TIL AÐ GERA SVO SKEMMTILEGA HLUTI 

Gleðilegt sumar people :)

-GL-