Tuesday, April 17, 2012

KÓNGSINS KÖBEN

Hæ! 

Long time no see.

Skrapp til Köben í nokkra daga með mínum heitt elskaða.  Vildum gera okkur dagamun og skreppa til útlanda að slappa af og versla.  Fengum líka þessa fínu gistingu hjá Lillu Lange og Atla, takk kærlega fyrir okkur, vindsængin kom sér vel að notum.

Þetta var fyrsta skiptið mitt í Danmörku og sama má segja um Halldór.  Við skemmtum okkur konunglega í þessari borg, margt að skoða og sjá.

*** Hér eru fullt af myndum úr ferðinni ***

ÉG OG LILLA Á STRIKINU - SVO GAMAN.

FALLEGA PAR - SVO GÓÐIR GESTGJAFAR.

AUÐVITAÐ VAR GÚFFAÐ Í SIG STRAX Mc DONALDS BORGARA.

FÓRUM Í EINHVERJA NÖRDABÚÐ Á STRIKINU -
ÞAR FENGUM VIÐ KENNSLU Í ÞURRBURSTUN.

DÖNSK KÓKÓMJÓLK OG NÆSTUM ÞVÍ DANSKT SMORREBROD 

HJÓLUÐUM UM BORGINA Á TÚRISTA HJÓLUM -
 ÞAÐ VAR ROSALEGA GAMAN.

VIÐ Í STRÆTÓ - VILLTUMST EINU SINNI - ÞAÐ VAR ÆVINTÝRI.

DROTTINGARVÖRÐUR.

ÞAÐ VAR SMAKKAÐ SUSHI - MJÖG GOTT Í FYRSTA SKIPTIÐ -
EKKI SVO GOTT Í ANNAÐ SKIPTI.

RÓMANTÍK VIÐ HÖFNINA Í NYHAVN.

KEYPTI MÉR BLEIKAN JAKKA, HLAKKA TIL
AÐ VERA Í HONUM Í SUMAR
.

TÚRISTA PÓSA VIÐ GOSBRUNNINN.

KEYPTI MÉR GLERAUGUN SEM ÉG
BÓKSTAFLEGA ELSKA - WAYFARER 2140 RAYBAN.
ALVEG AÐ MEIKA ÞAÐ - EFTIR Á LITIÐ ÞÁ HEFÐI MÁTT VERA AÐEINS HEITARA ÚTI.
VAR KOMIN Í SVO MIKINN SUMARFÍLING AÐ SJÁ SÓLINA
EN ÞAÐ VAR BARA AÐEINS OF KALT ÚTI.
OREO OSTAKAKA - FÉKK UPPSKRIFT AF ÞESSARI -
BLOGGA UM ÞAÐ KANNSKI EINN DAGINN.  HÚN VAR SJÚKLEGA GÓÐ.
Æðisleg ferð í alla staði!  
Aðeins of kalt enda varð ég veik á laugarskvöldinu svo ég gat ekkert djammað í kóngsins Köben. 
- GL-

No comments:

Post a Comment