Monday, April 23, 2012

GRILLAÐAR KJÚKLINGABRINGUR OG OFNBAKAÐ GRÆNMETI

*** Grillaðar kjúklingabringur og ofnbakað grænmeti og kartöflur ***

Kvöldmaturinn í gær var rosalega góður.
Átti kjúklingabringur inn í ísskáp og fullt af grænmeti.  
Ákvað að gera eitthvað gott úr því og það tókst svona svakalega vel :)




Það sem þarf: 

#Kjúklingabringur
#sætar karftöflur
# venjulegar kartöflur
# laukur (rauður eða venjulegur)
#sveppir
#annað grænmeti
#matreiðslurjómi
# góður ostur fyrir sósuna (ég notaði Jalapeno ost sem ég átti)
#2 hvítlauksgeirar
#kókosolía
#gott salat

Grilluðum kjúklingabringur á fallega litla grillinu okkar.
Skar kartöflurnar, sveppina, og laukinn í stóra bita (munnbita) og raðaði í eldfast mót. Það má setja annað grænmeti með eins og ég átti papriku sem ég setti með.  Hvítlauksgeirarnir skornir smátt og settir í skál með olíu og vatni í.  Það má líka bæta við smá kanil í teskeið (ekki of mikið) og setja út í ég gerði það og það var rosalega gott.  Síðan er þessu penslað vel á grænmetið.  Hitað í ofninum í 40-50 mín við 220°hita.

Sósan mjög einföld ostur bræddur saman við rjóma í potti.  Hún heppnaðist vel þrátt fyrir að ég var að testa jalapeno ost í fyrsta skiptið í sósugerð. Mæli með honum :)

-GL-

No comments:

Post a Comment