Thursday, May 3, 2012

KRULLUJÁRNIÐ MITT


Keilujárnið mitt 

Hef fengið nokkrar fyrirspurnir varðandi hvernig krullujárn ég nota. 

Svo hér kemur bloggfærsla um það ;)

Ég á mjög gott sléttujárn sem ég gerði stundum liði í mig með.  Stundum tókst það fullkomlega en stundum alveg hryllingur og engir liðir vildu koma.  Svo ég ákvað að skoða þessi keilujárn og endaði á því að kaupa mér í vetur keilu krullujárn sem er frá HH Simonsen.

Týpan sem ég keypti mér heitir Rod Vs 4 og er breiðasta járnið frá þeim.
Ég vildi kaupa mér breitt því ég er með frekar þykkt og mikið hár.  Var að sækjast eftir
liðum í hárið (hollywood style) en ekki litlum krullum :)

Það sem ég elska við keilujárn er hvað þetta er einfalt allt saman og mjög fljótlega gert.
En þar sem ég er með mikið hár að þá er ég alltaf lengi að gera þetta en aðrir.   En ég get þó sagt að ég er mun fljótari að gera liði með keilunni heldur en sléttujárninu mínu sem ég gafst upp á um daginn. 




Hérna var ég að prófa að setja í mig nokkra liði.  Fyrir og eftir mynd.

Svo núna um daginn þá tókst mér loksins að gera almennilega liði í mig.
Með miklu hárlakki og tíma. En ég náði ekki að klára, en var samt sátt.

-GL- 

No comments:

Post a Comment