Sunday, May 13, 2012

SELFCONTROL

Sorry sorry er búin að vera busy as hell. 

Prófin eru að klárast hjá mér á mánudaginn, get ekki beðið! Loksins!

Það er kominn langur listi hvað ég ætla að gera þegar ég er búin, þar á meðal að taka til í allri íbúðinni og í blessaða bílnum.  Svona hlutir koma upp í hugann á manni þegar maður á að vera að læra.

En þessi bloggfærsla á að vera um forrit sem hefur komið sér að góðu gagni hjá mér síðustu daga.  Mjög sniðugt fyrir fólk sem finnst gaman að kíkja á facebook eins og mér (þegar það á að vera að læra)! ;)

Það heitir SelfControl og hægt er að sækja það hér.

Þetta er einingis fyrir macca, en einnig eru til önnur forrit fyrir windows, google getur svarað því.

Hægt er að velja síður sem forritið hefur lokað í ákveðinn tíma sem þú setur sjálf í gang.

Facebook mun opnast hjá mér eftir 7 klst og 27 mín.
Trekkti tímann upp í 10 tíma áðan.  Þvílíkur lúxus.
- GL-

1 comment:

  1. hahah algjör snilld, ég einmitt fer inná face án þess að taka eftir því!!!

    -Rut

    ReplyDelete