BIG 25
Halldór átti 25 ára á sunnudaginn - orðinn hálf fimmtugur shæsen.
![]() |
Alltaf sexy þessi elska |
Fór með hann í óvissuferð á laugardeginum, heppnaðist bara mjög vel. Byrjuðum daginn í Hot Yoga í Laugum, þar svitnaði ég en Halldór svitnaði extra mikið, mjög fyndið. - Had to be there moment. Eftir æfinguna fór ég með hann í Kringluna þar sem hann mátti velja sér skyrtu frá tengaforeldrum sínum. Síðan var brunað á Selfoss á Riverside spa þar sem hann fór í nudd og við fengum dekur. Amma hans tók vel á móti okkur með kökur og allskyns bakkelsi þegar við bönkuðum upp hjá henni. Enduðum kvöldið svo á Fjöruborðinu á Stokkseyri. Aðeins of góður humar þar á bæ!
Á afmælisdaginn þá var vaknað snemma og bakað kökur. Tókum á móti gestum yfir daginn og fóru síðustu gestirnir um kvöldið.
** Hér eru myndir af helginni **
Fína hlaðborðið okkar!
Takk allir sem mættu í heimsókn..
- GL-
No comments:
Post a Comment