ALLTOF FLOTT BELTI
Moschino beltin eru vintage style og eru frá 80's eða 90's þess vegna er ekki mikið til af þeim.
Þetta belti er timeless, dettur held ég aldrei úr tísku.
Það er enn þá verið að framleiða þau og fást þau hér. Kosta um 30 - 40 þúsund kr,
sem er bara alltof mikið fyrir belti að mínu mati. Á ebay og öðrum
uppboðssíðum eru þessi vintage í umferð og eru þau mun dýrari í verði.
Endilega þær sem eiga mömmu eða frænkur sem eiga svona
alveg möst að taka það fram og nota það.
En þangað til ég eignast eitt slíkt sjálf að þá er ágætt
að skoða bara myndir af þeim og láta sig dreyma.
**MOSCHINO**
SJÚKLEGA FLOTT BELTI
Eins og með aðrar merkjavörur að þá eru í gangi knock offs.
Sum eru alveg flott og sum hreinlega ekki. Það sem ég vil geta gert með þessu belti
er að færa til stafina og það er ekki hægt á flestum af þessum feik týpum.
Síðan hef ég rekist á netvafri mínu á stelpur
sem hafa búið til svona og það kemur merkilega vel út.
Ég kannski blogga seinna um það.
- GL-
No comments:
Post a Comment